Færsluflokkur: Bloggar

Viðeyjarmót

Skátarnir okkar fóru í bíó í gær á The Hangover, og skemmtu sér konunglega. Þau eru komin út í Viðey núna og bíður þeirra skátadagskrá í 4 daga. Áætluð koma til Reykjavíkur aftur er kl. 13.30 á þriðjudag. 


Hjólaferðin mikla !

2009-06-17 403Hemmi bróðir var svo yndislegur að heimsækja Salmar Má í Hamarsheimilið í gærkvöldi og gat losað töluvert af myndum og sent mér. Má vel vera að ég rugli eitthvað staðsetningum, en hér kemur þetta í grófum dráttum. Upphaf ferðarinnar má sjá hér. Hér hjóla þau Djúpið. Hér eru þau í Reykjanesi og var virkilega vel hugsað um þau þar og þau leyst út með gjöfum. Hér liggur leiðin í Bjarkarlund. Hér gista þau í Sælingsdal og hjóla í gegnum Búðardal í átt að Borgarnesi. Hér eru þau í Borgarnesi að leggja í Hvalfjörðinn. Síðasta serían er úr Hvalfirði og suður. Henry (pabbi Bærings) reddaði merktum bolum á krakkana, sem þau fengu afhenta í skátaheimilinu í Grafarvogi og eru bolirnir gjöf frá Skátafélaginu E/V. Í dag hvílast þau, en halda út í Viðey á morgun á skátamót !

f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra, Félagsforingi Skátaf. E/V og hrikalega stolt móðir Salmars Más og stolt af öllum hinum skátunum og "fylgifiskum" :-)

Mæting í Hamarsheimilið að Logafold 104 kl. 16:00 !

p1060308[1]Talaði við Jónu 5 mínútur í þrjú og voru þau að þræða hringtorgin í Mosfellsbæ. Telja að þau verði um kl. 16 eða rétt rúmlega 16 við Hamarsheimilið Grin

f.h hjólaskáta, Ingibjörg Snorra

p.s. krakkarnir eru búnir að losa dótið í Hamarsheimilið og farin á Pizza Hut Grin Algerar hetjur ! Smile


Laxárdalsvogur í Hvalfirði !

kvoldmatur_i_bjarkalundi
Krakkarnir höfðu það mjög fínt í sumarbústaðnum í nótt og voru fegin að komast í hús úr rokinu og rigningunni og fannst allt svo kósý Smile Í dag vöknuðu þau snemma í glaða sólskini og logni og lögðu af stað kl. 8. Um kl. 11 voru þau sest niður við Laxárdalsvog (afleggjarann að Þingvöllum) og snæddu hádegismat og allir í alveg rosa stuði og góðu skapi LoL Þau eru búin með 31 km og um 47 km eftir. Áætla þau að vera við Hamarsheimilið um kl. 16 í dag, en láta vita þegar þau eru komin til Reykjavíkur, þannig að nákvæmara tímaplan fáist. Pínu stress í hópnum að eiga eftir erfiðustu traffíkina frá Hvalfirði, gegnum Mosó og til Reykjavíkur, en vonum að allt gangi eftir ! 

f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra.

p.s. kl. 13:13 voru þau komin úr Hvalfirði og farin að sjá Reykjavík, mjög kát og sæl ! Mest ánægð eru þau með bílana og bílstjórana sem flauta, veifa og hrópa hvatningar til þeirra ! Margir virðast hafa séð fréttir af ferðum þeirra og eru meðvitaðir um hverjir eru á ferð og hvenær Smile "GÓ ÍSAFJÖRÐUR"

Sumarbústaður að Bjarteyjarsandi !

ohefdbundin_adferdGærdagurinn var mjög erfiður og ekki auðvelt að komast í gang í dag. Lagt var í hann frá Borgarnesi, um hálf tvö í brjáluðu roki, stífum mótvindi og rigningu. Eftir 3ja tíma baráttu við stífa mótvinda í Hvalfirði var ákveðið að hringja í konu, sem leigir sumarbústaði til gistinga að Bjarteyjarsandi. Konan hafði séð frétt um krakkana á Skessuhorni og þau fengu bústað í hvelli. Þegar Jóna hringdi var hluti krakkanna í heita pottinum, einn í sjónvarpsglápi og rest að spila Svarta Pétur. Dagný, mamma Gumma og Hafdísar bættist í hópinn í dag og Henry (pabbi Bærings), Addi og Gunna (foreldrar Fjólu) hafa meldað sig líka. Búist er við skárra veðri á morgun og er ætlunin að vakna snemma, eða um kl. 5 og leggja í þessa 67 km sem eftir eru til Reykjavíkur. Þau láta vita nánari tímasetningu í hádeginu á morgun, en "stoppistöðin" verður í Hamarsheimilinu að Logafold 104, Grafarvogi. Allir velkomnir að taka á móti þeim þegar þau renna í hlað og hrópa eins og eitt "húrra" Wink 

f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra

Hálfnuð að Hvalfjarðargöngum !

kvoldmatur_i_saelingsdalJóna var að hringja og tók 3 og hálfan tíma að koma þeim af stað í morgun. Veðrið er leiðinlegt, rok (9 metrar) mótvindur og rigning. Í skrifuðum orðum eru þau að fara fyrir Hafnarfjallið. Hafa hjólað 10 km frá Borgarnesi og um 10 km eftir þar til þau komast í Hvalfjörðinn sjálfan, Jóna er eina bíllengd á eftir þeim, en þannig getur hún allavega séð þau og fylgst með þeim. Þau veifa öllum og eru voða glöð, Jóhann Jakob fer fremstur og er mikill gleðibanki Grin

f.h. hjólaskáta Ingibjörg Snorra

p.s. Hér má heyra viðtal við Addý í Svæðisútvarpinu í dag :-)

Hvalfjörður !

Hjólaskátarnir í Reykjanesi !Erfitt var að ræsa hópinn í morgun, enda gærdagurinn langur og erfiður. Hjólaskátarnir eru enn í Borgarnesi og er verið að taka saman farangurinn og stafla í kerruna. Stefnt er á botn Hvalfjarðar í dag, en Jóna er búin að setja inn nýtt albúm frá ferðinni, sem má finna vinstra megin á síðunni. 


f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra.


Hjólafarar blogga af nesinu

Addý skrifar:

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Fjóla
hún á afmæli í dag

Núna erum við komin í Borgarnes og sitjum hér fyrir hörkuspennt yfir þessu osom bloggi :D

Dagurinn í dag var langur og við vöknuðum kl 6 gengið var frá og lagt af stað í hina löngu leið hingað. Eftir nokkurra stund hjólandi bilaði fyrsta hjólið þann dag og var það að þessu sinni hjá honum Gumma en hægt var að redda því hjá frænku Jónu sem fórnaði afturhjóli á hjóli mannsins síns.

Héldum við  áfram að Búðadal og þar stoppað og fengið sér pylsu. Eftir nokkra stund var svo haldið áfram og eftir um 40 km hjól bilaði hjólið hjá Salmari en aðrir héldu áfram hjólandi.

Svo um 20:30 komu þeir seinustu í hús og skellt var sér í sund og fengið var sér svo alveg dýrindis máltíð sem var kokkuð af eldhúsinu í Hyrnunni.

Dagurinn í dag þótti mér mjög skemmtilegur en alveg ótrúlega strembinn og langur. Ótrúlega mikið var af sól og sólbruna í samræmi við það.

Ísleifur segir hæ

Fjóla skrifar:

Ég átti afmæli í dag og var þetta bara nokkuð fínn dagur þrátt fyrir að ég hafi fengið aðeins of margar afmæliskveðjur frá strákunum í ferðinni. Síðan var ég að fá mér bíl í dag og verð því mjög líklega á rúntinum þegar ég kem heim :D

 Bæring skrifa:

Ég segi bara hæ og svo sá ég líka grænan stein í malbikinu í dag og var það osom.

 Gummi segir:

gráðug kelling hitaði sér velling
og borðaði amm, amm, amm
síðan sjálf namm, namm, namm
eitthvað eitthvað ...

Lag ferðarinnar þó svo við kunnum ekki meir

Hafdís skrifar ekki neitt því hún er ekki viðstödd sem stendur :D

Jói skrifar:

bið að heilsa öllum og hjólið mitt brotnaði í tætlur og einhver loðinn kall (Bóndi)  tók sleggju og lamdi hjólið mitt í klessu og þá var allt í lagi ............ ég sakna krílisins. 

Salmar skrifar:

Hæ og bæ og bið að heilsa...

Að lokum óskum við henni Fjólu kjellinni til hamingju með 19 ára afmælið og með nýja skuttlarann;) hann á eftir að koma sér vel

Ps. Viljum þakka kærlega fyrir góðar undirtektir og þökkum stuðninginn

Kv Hjólahópur

Addý, Fjóla, Hafdís, Gummi, Jói, Salmar, Ísleifur og Bæring


Frétt á vef moggans í dag !

Innlent | mbl.is | 15.6.2009 | 21:21

Kona gaf okkur gjörð af hjóli eiginmannsins!
Átta ísfirskir skátar eru hjólandi á leiðinni að vestan til Reykjavíkur, þar sem þeir taka þátt í skátamóti í Viðey í nokkra daga. Ferðinni miðar vel. „Við höfum alls staðar fengið frábæra þjónustu - gott dæmi er að í Búðardal í morgun vantaði okkur gjörð á eitt hjólið, og kona á staðnum gaf okkur gjörð; reyndar af hjóli eiginmannsins, sem var ekki heima!“ sagði Jóna Benediktsdóttir, fylgdarmaður hjólreiðagarpanna, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í kvöld.

Hjólreiðamennirnir eru fimm 15 ára strákar og þrjár 18 ára stúlkur. Hópurinn var kominn að Laugum í Sælingsdal í gærkvöldi og þaðan var haldið eldsnemma í morgun.

Hópurinn sat og nærðist í Borgarnesi þegar blaðamaður ræddi við Jónu í kvöld. Á morgun er stefnt að því að hjóla inn í botn Hvalfjarðar og síðan að hjóla inn í höfuðborgina á þjóðhátíðardaginn.

Skátamótið í Viðey hefst á föstudaginn, 19. júní.


Búðardalur

Hetjurnar okkar voru ræstar kl. 5 í morgun. Það tók aðeins 2 tíma og 20 mínútur í þetta sinn. Framför miðað við 4 tíma í Reykjanesi. Hjólað var af stað áleiðis að Búðardal en brátt fóru teinarnir í hjólinu hans Gumma að spýtast út úr gjörðinni. Jóna hringdi í eina fólkið sem hún þekkir í Búðardal og svo vel vildi til að Eyþór átti svipað hjól og Gummi, þannig að hann fékk gjörðina undan hjólinu hans. Þau fóru síðan á bílaverkstæðið til að láta gjörðina undir.

Takk æðislega Eyþór fyrir hjálpsemina.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband