12.6.2009 | 22:38
Komin í Reykjanes
Komum í Reykjanes um hálf tíu. Vorum 13 tíma á leiðinni rúmlega 140 km. Erum svöng og þreytt. Mjög mikill mótvindur var á leiðinni og nokkrar langar brekkur. Fyrri hlutinn var mjög skemmtilegur og við stoppuðum á klukkutíma fresti til að borða og slaka aðeins á. Í Mjóafirði fengum við að fara yfir brúna og reiddum hjólin yfir. Kristín Henrýsdóttir gerði fyrir okkur yndislegan pastarétt sem við erum að borða núna. Takk fyrir elsku Kristín.
Athugasemdir
Þið eruð hetjur Hvílist vel fyrir næsta áfanga og gangi ykkur rosalega vel Bestu kveðjur til ykkar allra ! Ingibjörg og Hæi.
Ingibjörg og Hæi (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:12
Til hamingju með að hafa lokið fyrsta áfanga. Nú er bara stutt eftir ;):)))) Gangi ykkur rosalega vel með þetta frábæra framtak. Kv. úr Bolungarvík.
Didda frænka (Fjólu).
Kristrún Hermannsdótir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:38
Gangi ykkur vel með næsta áfanga.
Kveðja Dagný
Dagný Viggósdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 00:28
Elsku hetjur!! Svo stolt af ykkur. Gangi ykkur rosaega vel. Bestu kveðjur frá Ester Ösp.
Ester Ösp Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 09:27
þið voruð sko aldeilis búin að vinna fyrir þessu pasta, ég er ótrúlega stolt af ykkur!
kveðja, Kristín
Kristín skáti (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.