13.6.2009 | 23:12
Bjarkalundur
Jæja nú eru þau komin í Bjarkalund. Voru 9 tíma á leiðinni frá Reykjanesi. Þónokkur mótvindur var út Ísafjörðinn. Erfitt var að hjóla upp á Steingrímsfjarðarheiði, en erfiðara fannst þeim þó að hjóla á Þorskafjarðarheiðinni sjálfri. Hún var holótt og svo var mikið ryk af bílum sem óku framhjá, svo var líka svoldið kallt.
Annars er dagurinn búinn að ganga mjög vel hjá þeim og andinn í hópnum er mjög góður og þau hjálpa hvort öðru mikið t.d. lána vettlinga og grifflur ef einhver er án.
Þau eru að klára að borða núna en fara svo öll í pokann sinn því þau eru mjög þreytt.
Athugasemdir
Kæru "hjólaskátar! Flott að geta fylgzt svona með ykkur og frábært að skuli ganga svona vel.
Gangi ykkur sem allra bezt í framhaldinu. Góðar "gömlu"skátakveðjur frá Auði og Snorra ( afa og ömmu Salmars Más).
Auður H Hagalín (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:32
Þið eruð frábær. Þetta er stórkostlegt hjá ykkur að framkvæma þessa hjólaferð. Góða ferð alla leið. Þið eruð rétt hjá okkur núna... kv Anna Margrét f. hönd skf. Stíganda í Búðardal.
Skátafélagið Stígandi (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 00:31
Kæru hjólaskátar ! Þið eruð frábærlega dugleg ! Munið að njóta hverrar mínútu þó oft blási vel á móti og þið verðið mjög þreytt. Í minningunni verður þetta eitt af því skemmtilegasta sem þið hafið gert sem skátar. Gaman að geta fylgst svona með ykkur. Gangi ykkur vel áfram ! Með skátakveðjum Dóra og Jón Reynir(for.Ísleifs Muggs)
Halldóra og Jón Reynir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.