Laugar í Sælingsdal

Hjólið hjá Bæring bilaði í dag. Afturgjörð beyglaðist og fór Jóna með bæði hjólin áleiðis til Búðardals til að athuga hvort ekki væri hægt að laga þau. Við eftirgrennslan var Jónu bent á bónda á Svarfhóli. Kom í ljós að hann átti allskonar gjarðir svo hægt var að skipta um hjá Bæring. Síðan sauð hann saman stellið á hjólinu hans Jóa svo nú geta þeir aftur tekið þátt í ferðinni. En á meðan þau fóru, héldu hetjurnar okkar áfram að hjóla í lemjandi rigningu. Þau komu að Skriðulandi í Svínadal og fengu góðar móttökur, þar sem eigandinn tók á móti þeim með heitu kakói, því þau voru köld og blaut. Einnig fengu þau heitt vatn í núðlurnar sínar og fengu að borða nestið sitt þar. Síðan héldu þau áfram að Laugum í Sælingsdal þar sem farið var í sund. Þau eru að tjalda núna og fara svo að borða. Ætlunin er að fara snemma að sofa og vakna snemma til að leggja í hann aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur rosalega vel ,gaman hvað þið fáið allstaðar góðar móttökur.Við vorum að koma úr Grunnavík og erum búin að hugsa mikið til ykkar,Sendum ykkur baráttukveðjur þið eruð hetjur Ísfirðinga .

Gangi ykkur vel.

Sigurrós og Friðrik.

Sigurrós Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 01:16

2 identicon

Lýst vel á framtakið og fylgist með fram á lokadag.

Gylfi Þór í Hamri

Gylfi Þór Gylfason (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 01:34

3 identicon

Thad var gaman ad lesa um ykkur. Frábaert ad thad var haegt ad laga hjólin.
Ótrúlega vel gert hjá ykkur!

Ég kann ekki svo mikid um landafraedina á leidinni, er mögulegt ad thid leggid inn kort á síduna?

kvedja
Gudni í Svíthjód

Gudni Viggosson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 07:27

4 identicon

Þið eruð algjörar hetjur og ég er ótrúlega stolt af ykkur. Gangi ykkur vel með restina.

Baráttukveðjur.  Hildur og Reimar

Hildur Eiðsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:38

5 identicon

Flottir Ísfirðingar!

Mikill kraftur er í ykkur, krakkar. - Brotið hjól, beyglaðar gjarðir og ill færð á fjallaheiðum. Þið klárið þetta allt saman!

Það verður gaman að hitta ykkur á Landnemamótinu í Viðey!

- Góða ferð áfram.

Haukur, Landnemi.

Haukur Haraldsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:41

6 identicon

Gaman að geta fylgst svona með ykkur :-) Þið eruð sko hetjur og mikið er gott að góður bílstjóri passi upp á ykkur á hjólin :-) Frábært að sjá hve góðar mótttökur þið fáið. Gangi ykkur vel með framhaldið og passið ykkur á umferðinni, sem mun nú aukast dag frá degi

Bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur Ingibjörgu og Hæa  

Ingibjörg og Hæi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband