15.6.2009 | 11:24
Búðardalur
Hetjurnar okkar voru ræstar kl. 5 í morgun. Það tók aðeins 2 tíma og 20 mínútur í þetta sinn. Framför miðað við 4 tíma í Reykjanesi. Hjólað var af stað áleiðis að Búðardal en brátt fóru teinarnir í hjólinu hans Gumma að spýtast út úr gjörðinni. Jóna hringdi í eina fólkið sem hún þekkir í Búðardal og svo vel vildi til að Eyþór átti svipað hjól og Gummi, þannig að hann fékk gjörðina undan hjólinu hans. Þau fóru síðan á bílaverkstæðið til að láta gjörðina undir.
Takk æðislega Eyþór fyrir hjálpsemina.
Athugasemdir
Þið eruð svo dugleg.
Gangi ykkur sem allra best :)
Linda Pé, 15.6.2009 kl. 11:52
Þið eru bara best, gangi ykkur vel, hugsa til ykkar
Kveðja Sigga Brynja (systir Jóa)
Sigga Brynja (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 12:47
Krafturinn í ykkur, þið eruð frábær, gangi ykkur vel og vonandi fer nú ekki mikið meira að bila en þið takið á því eins og þið hafið gert.
Góðar kveðjur til ykkar.
Sigurrós og Friðrik (Foreldrar Jóhanns )
Sigurrós Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:28
Flott hjá ykkur. Vonandi gengur restin af ferðinni vel og án teljandi bilana.
kveðja,
Magni.
Magni Hreinn (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:46
Hvílíkur kraftur í ykkur!! það væru margir búnir að gefast upp en ekki þið!! Við skulum vona að það komi ekki meira uppá, og allt gangi vel. En Jóna ég verð að þakka þér fyrir það sem þú ert að gera. Bæði er það öryggi fyrir krakkana að þú ert með og ekki síður fyrir okkur.
Gangi ykkur vel !
Skátakveðjur Dóra og Jón Reynir
Halldóra (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.