Frétt á vef moggans í dag !

Innlent | mbl.is | 15.6.2009 | 21:21

Kona gaf okkur gjörð af hjóli eiginmannsins!
Átta ísfirskir skátar eru hjólandi á leiðinni að vestan til Reykjavíkur, þar sem þeir taka þátt í skátamóti í Viðey í nokkra daga. Ferðinni miðar vel. „Við höfum alls staðar fengið frábæra þjónustu - gott dæmi er að í Búðardal í morgun vantaði okkur gjörð á eitt hjólið, og kona á staðnum gaf okkur gjörð; reyndar af hjóli eiginmannsins, sem var ekki heima!“ sagði Jóna Benediktsdóttir, fylgdarmaður hjólreiðagarpanna, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í kvöld.

Hjólreiðamennirnir eru fimm 15 ára strákar og þrjár 18 ára stúlkur. Hópurinn var kominn að Laugum í Sælingsdal í gærkvöldi og þaðan var haldið eldsnemma í morgun.

Hópurinn sat og nærðist í Borgarnesi þegar blaðamaður ræddi við Jónu í kvöld. Á morgun er stefnt að því að hjóla inn í botn Hvalfjarðar og síðan að hjóla inn í höfuðborgina á þjóðhátíðardaginn.

Skátamótið í Viðey hefst á föstudaginn, 19. júní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak hjá ykkur ! og gangi ykkur vel áfram þrátt fyrir alls konar bilerí. Kær kveðja til allra gamalla skáta á Ísafirði frá "Valkyrju" sem hefði þegið það í gamla daga að taka þátt í svona ferðalagi.

Elín Arthúrs

Elín A. Arthúrsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband