15.6.2009 | 23:56
Hjólafarar blogga af nesinu
Addý skrifar:
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Fjóla
hún á afmæli í dag
Núna erum við komin í Borgarnes og sitjum hér fyrir hörkuspennt yfir þessu osom bloggi :D
Dagurinn í dag var langur og við vöknuðum kl 6 gengið var frá og lagt af stað í hina löngu leið hingað. Eftir nokkurra stund hjólandi bilaði fyrsta hjólið þann dag og var það að þessu sinni hjá honum Gumma en hægt var að redda því hjá frænku Jónu sem fórnaði afturhjóli á hjóli mannsins síns.
Héldum við áfram að Búðadal og þar stoppað og fengið sér pylsu. Eftir nokkra stund var svo haldið áfram og eftir um 40 km hjól bilaði hjólið hjá Salmari en aðrir héldu áfram hjólandi.
Svo um 20:30 komu þeir seinustu í hús og skellt var sér í sund og fengið var sér svo alveg dýrindis máltíð sem var kokkuð af eldhúsinu í Hyrnunni.
Dagurinn í dag þótti mér mjög skemmtilegur en alveg ótrúlega strembinn og langur. Ótrúlega mikið var af sól og sólbruna í samræmi við það.
Ísleifur segir hæ
Fjóla skrifar:
Ég átti afmæli í dag og var þetta bara nokkuð fínn dagur þrátt fyrir að ég hafi fengið aðeins of margar afmæliskveðjur frá strákunum í ferðinni. Síðan var ég að fá mér bíl í dag og verð því mjög líklega á rúntinum þegar ég kem heim :D
Bæring skrifa:
Ég segi bara hæ og svo sá ég líka grænan stein í malbikinu í dag og var það osom.
Gummi segir:
gráðug kelling hitaði sér velling
og borðaði amm, amm, amm
síðan sjálf namm, namm, namm
eitthvað eitthvað ...
Lag ferðarinnar þó svo við kunnum ekki meir
Hafdís skrifar ekki neitt því hún er ekki viðstödd sem stendur :D
Jói skrifar:
bið að heilsa öllum og hjólið mitt brotnaði í tætlur og einhver loðinn kall (Bóndi) tók sleggju og lamdi hjólið mitt í klessu og þá var allt í lagi ............ ég sakna krílisins.
Salmar skrifar:
Hæ og bæ og bið að heilsa...
Að lokum óskum við henni Fjólu kjellinni til hamingju með 19 ára afmælið og með nýja skuttlarann;) hann á eftir að koma sér vel
Ps. Viljum þakka kærlega fyrir góðar undirtektir og þökkum stuðninginn
Kv Hjólahópur
Addý, Fjóla, Hafdís, Gummi, Jói, Salmar, Ísleifur og Bæring
Athugasemdir
Dásamlegt að lesa þetta, Fjóla til lukku með gærdaginn Vonandi gengur morgundagurinn vel fyrir sig, bíðum spennt eftir að sjá fullt af myndum frá ykkur ;-)
Kær kveðja til Salmars Más og ykkar allra að sjálfsögðu
Ingibjörg og Hæi
Ingibjörg og Hæi (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:07
Hæ, gaman að heyra frá ykkur krakkar. Til hamingju með daginn í gær Fjóla og með bílinn. Sjáumst á morgun.
Kveðja Dagný og Þórarinn
Dagný Viggósdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:38
Frábært hjá ykkur krakkar!!!!!! Fjóla frænka: Innilega til hamingju með afmælið og nýja bílinn :) Nú fer maður að vera extra varkár í umferðinni :) GRÍN !!!!! Farið öll varlega í umferðinni síðasta spölinn og gangi ykkur rosalega vel. Er stolt af ykkur öllum og stolt af að vera Vestfirðingur eins og þið :)
Kv. úr Bolungarvík.
Didda.
Kristrún Hermannsdótir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:57
Þið eruð svo frábær. Fjóla til hamingju með afmælið og bílinn að sjálfsögðu.
Hildur (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:38
endirinn á laginu er
gráðug kelling hitaði sér velling
og borðaði amm, amm, amm
síðan sjálf namm, namm, namm
af honum heilann helling.
Laufey Hulda (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.