17.6.2009 | 11:18
Laxárdalsvogur í Hvalfirði !
Krakkarnir höfðu það mjög fínt í sumarbústaðnum í nótt og voru fegin að komast í hús úr rokinu og rigningunni og fannst allt svo kósý Í dag vöknuðu þau snemma í glaða sólskini og logni og lögðu af stað kl. 8. Um kl. 11 voru þau sest niður við Laxárdalsvog (afleggjarann að Þingvöllum) og snæddu hádegismat og allir í alveg rosa stuði og góðu skapi Þau eru búin með 31 km og um 47 km eftir. Áætla þau að vera við Hamarsheimilið um kl. 16 í dag, en láta vita þegar þau eru komin til Reykjavíkur, þannig að nákvæmara tímaplan fáist. Pínu stress í hópnum að eiga eftir erfiðustu traffíkina frá Hvalfirði, gegnum Mosó og til Reykjavíkur, en vonum að allt gangi eftir !
f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra.
p.s. kl. 13:13 voru þau komin úr Hvalfirði og farin að sjá Reykjavík, mjög kát og sæl ! Mest ánægð eru þau með bílana og bílstjórana sem flauta, veifa og hrópa hvatningar til þeirra ! Margir virðast hafa séð fréttir af ferðum þeirra og eru meðvitaðir um hverjir eru á ferð og hvenær "GÓ ÍSAFJÖRÐUR"
Athugasemdir
mamma var að hringja, þau eiga u.þ.b. 4 km eftir að skátaheimilinu í grafarvogi
kv, Kristín Þóra (systir Bærings)
Kristín (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.