Hjólaferðin mikla !

2009-06-17 403Hemmi bróðir var svo yndislegur að heimsækja Salmar Má í Hamarsheimilið í gærkvöldi og gat losað töluvert af myndum og sent mér. Má vel vera að ég rugli eitthvað staðsetningum, en hér kemur þetta í grófum dráttum. Upphaf ferðarinnar má sjá hér. Hér hjóla þau Djúpið. Hér eru þau í Reykjanesi og var virkilega vel hugsað um þau þar og þau leyst út með gjöfum. Hér liggur leiðin í Bjarkarlund. Hér gista þau í Sælingsdal og hjóla í gegnum Búðardal í átt að Borgarnesi. Hér eru þau í Borgarnesi að leggja í Hvalfjörðinn. Síðasta serían er úr Hvalfirði og suður. Henry (pabbi Bærings) reddaði merktum bolum á krakkana, sem þau fengu afhenta í skátaheimilinu í Grafarvogi og eru bolirnir gjöf frá Skátafélaginu E/V. Í dag hvílast þau, en halda út í Viðey á morgun á skátamót !

f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra, Félagsforingi Skátaf. E/V og hrikalega stolt móðir Salmars Más og stolt af öllum hinum skátunum og "fylgifiskum" :-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband