19.6.2009 | 23:27
Viðeyjarmót
Skátarnir okkar fóru í bíó í gær á The Hangover, og skemmtu sér konunglega. Þau eru komin út í Viðey núna og bíður þeirra skátadagskrá í 4 daga. Áætluð koma til Reykjavíkur aftur er kl. 13.30 á þriðjudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2009 | 11:52
Hjólaferðin mikla !
f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra, Félagsforingi Skátaf. E/V og hrikalega stolt móðir Salmars Más og stolt af öllum hinum skátunum og "fylgifiskum" :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 14:57
Mæting í Hamarsheimilið að Logafold 104 kl. 16:00 !
Talaði við Jónu 5 mínútur í þrjú og voru þau að þræða hringtorgin í Mosfellsbæ. Telja að þau verði um kl. 16 eða rétt rúmlega 16 við Hamarsheimilið
f.h hjólaskáta, Ingibjörg Snorra
p.s. krakkarnir eru búnir að losa dótið í Hamarsheimilið og farin á Pizza Hut Algerar hetjur !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.6.2009 | 11:18
Laxárdalsvogur í Hvalfirði !
f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra.
p.s. kl. 13:13 voru þau komin úr Hvalfirði og farin að sjá Reykjavík, mjög kát og sæl ! Mest ánægð eru þau með bílana og bílstjórana sem flauta, veifa og hrópa hvatningar til þeirra ! Margir virðast hafa séð fréttir af ferðum þeirra og eru meðvitaðir um hverjir eru á ferð og hvenær "GÓ ÍSAFJÖRÐUR"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2009 | 22:06
Sumarbústaður að Bjarteyjarsandi !
f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2009 | 14:19
Hálfnuð að Hvalfjarðargöngum !
f.h. hjólaskáta Ingibjörg Snorra
p.s. Hér má heyra viðtal við Addý í Svæðisútvarpinu í dag :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2009 | 12:51
Hvalfjörður !
Erfitt var að ræsa hópinn í morgun, enda gærdagurinn langur og erfiður. Hjólaskátarnir eru enn í Borgarnesi og er verið að taka saman farangurinn og stafla í kerruna. Stefnt er á botn Hvalfjarðar í dag, en Jóna er búin að setja inn nýtt albúm frá ferðinni, sem má finna vinstra megin á síðunni.
f.h. hjólaskáta, Ingibjörg Snorra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2009 | 23:56
Hjólafarar blogga af nesinu
Addý skrifar:
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Fjóla
hún á afmæli í dag
Núna erum við komin í Borgarnes og sitjum hér fyrir hörkuspennt yfir þessu osom bloggi :D
Dagurinn í dag var langur og við vöknuðum kl 6 gengið var frá og lagt af stað í hina löngu leið hingað. Eftir nokkurra stund hjólandi bilaði fyrsta hjólið þann dag og var það að þessu sinni hjá honum Gumma en hægt var að redda því hjá frænku Jónu sem fórnaði afturhjóli á hjóli mannsins síns.
Héldum við áfram að Búðadal og þar stoppað og fengið sér pylsu. Eftir nokkra stund var svo haldið áfram og eftir um 40 km hjól bilaði hjólið hjá Salmari en aðrir héldu áfram hjólandi.
Svo um 20:30 komu þeir seinustu í hús og skellt var sér í sund og fengið var sér svo alveg dýrindis máltíð sem var kokkuð af eldhúsinu í Hyrnunni.
Dagurinn í dag þótti mér mjög skemmtilegur en alveg ótrúlega strembinn og langur. Ótrúlega mikið var af sól og sólbruna í samræmi við það.
Ísleifur segir hæ
Fjóla skrifar:
Ég átti afmæli í dag og var þetta bara nokkuð fínn dagur þrátt fyrir að ég hafi fengið aðeins of margar afmæliskveðjur frá strákunum í ferðinni. Síðan var ég að fá mér bíl í dag og verð því mjög líklega á rúntinum þegar ég kem heim :D
Bæring skrifa:
Ég segi bara hæ og svo sá ég líka grænan stein í malbikinu í dag og var það osom.
Gummi segir:
gráðug kelling hitaði sér velling
og borðaði amm, amm, amm
síðan sjálf namm, namm, namm
eitthvað eitthvað ...
Lag ferðarinnar þó svo við kunnum ekki meir
Hafdís skrifar ekki neitt því hún er ekki viðstödd sem stendur :D
Jói skrifar:
bið að heilsa öllum og hjólið mitt brotnaði í tætlur og einhver loðinn kall (Bóndi) tók sleggju og lamdi hjólið mitt í klessu og þá var allt í lagi ............ ég sakna krílisins.
Salmar skrifar:
Hæ og bæ og bið að heilsa...
Að lokum óskum við henni Fjólu kjellinni til hamingju með 19 ára afmælið og með nýja skuttlarann;) hann á eftir að koma sér vel
Ps. Viljum þakka kærlega fyrir góðar undirtektir og þökkum stuðninginn
Kv Hjólahópur
Addý, Fjóla, Hafdís, Gummi, Jói, Salmar, Ísleifur og Bæring
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.6.2009 | 16:02
Frétt á vef moggans í dag !
Innlent | mbl.is | 15.6.2009 | 21:21
Kona gaf okkur gjörð af hjóli eiginmannsins!
Átta ísfirskir skátar eru hjólandi á leiðinni að vestan til Reykjavíkur, þar sem þeir taka þátt í skátamóti í Viðey í nokkra daga. Ferðinni miðar vel. Við höfum alls staðar fengið frábæra þjónustu - gott dæmi er að í Búðardal í morgun vantaði okkur gjörð á eitt hjólið, og kona á staðnum gaf okkur gjörð; reyndar af hjóli eiginmannsins, sem var ekki heima! sagði Jóna Benediktsdóttir, fylgdarmaður hjólreiðagarpanna, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í kvöld.
Hjólreiðamennirnir eru fimm 15 ára strákar og þrjár 18 ára stúlkur. Hópurinn var kominn að Laugum í Sælingsdal í gærkvöldi og þaðan var haldið eldsnemma í morgun.
Hópurinn sat og nærðist í Borgarnesi þegar blaðamaður ræddi við Jónu í kvöld. Á morgun er stefnt að því að hjóla inn í botn Hvalfjarðar og síðan að hjóla inn í höfuðborgina á þjóðhátíðardaginn.
Skátamótið í Viðey hefst á föstudaginn, 19. júní.
Bloggar | Breytt 16.6.2009 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2009 | 11:24
Búðardalur
Hetjurnar okkar voru ræstar kl. 5 í morgun. Það tók aðeins 2 tíma og 20 mínútur í þetta sinn. Framför miðað við 4 tíma í Reykjanesi. Hjólað var af stað áleiðis að Búðardal en brátt fóru teinarnir í hjólinu hans Gumma að spýtast út úr gjörðinni. Jóna hringdi í eina fólkið sem hún þekkir í Búðardal og svo vel vildi til að Eyþór átti svipað hjól og Gummi, þannig að hann fékk gjörðina undan hjólinu hans. Þau fóru síðan á bílaverkstæðið til að láta gjörðina undir.
Takk æðislega Eyþór fyrir hjálpsemina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)